Lausar stöður

Framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Norðurlands


Stjórn Starfsendurhæfingar Norðurlands (SN) auglýsir eftir öflugum, metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga.

Hlutverk Starfsendurhæfingar Norðurlands er að veita einstaklingum starfsendurhæfingu sem hafa verið utan vinnumarkaðar um tíma, s.s. vegna veikinda, slysa eða félagslegra aðstæðna, sem eru að vinna að endurkomu út á vinnumarkaðinn.

SN starfar eftir lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða.

Um er að ræða 100% stöðu. Starfið er fjölþætt og gefandi og krefst sjálfstæðra vinnubragða og sveigjaleika.


Helstu verkefni;

 • Stjórnunarleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi Starfsendurhæfingar Norðurlands

 • Starfsmannamál

 • Ábyrgð á faglegu starfi

 • Samstarf við verkkaupa og notendur þjónustunnar

 • Þróunarvinna

 

Menntun og hæfniskröfur;

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

 • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt

 • Veruleg reynsla af teymisvinnu og meðferðarstarfi

 • Þarf að hafa leiðtogahæfileika, ríka þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

 • Reynsla af starfi í starfsendurhæfingu er æskileg

 
Umsóknarfrestur er til og með 24. júní 2018. 
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. ágúst.


Umsókn berist til Starfsendurhæfingar Norðurlands Glerárgötu 36, 600 Akureyri eða á netfangið; geirlaug@stn.is

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug G. Björnsdóttir framkvæmdastjóri í síma 420-1020 / 695-5899.
Hægt er að kynna sér starfsemina á heimasíðunni, http://www.stn.is

 

Ráðgjafi í starfsendurhæfingu           logo  


Stjórn Starfsendurhæfingar Norðurlands (SN) auglýsir eftir ráðgjafa í starfsendurhæfingu.

Hlutverk Starfsendurhæfingar Norðurlands er að veita einstaklingum starfsendurhæfingu sem hafa verið utan vinnumarkaðar um tíma, s.s. vegna veikinda, slysa eða félagslegra aðstæðna, sem eru að vinna að endurkomu út á vinnumarkaðinn.

SN starfar eftir lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða.

Um er að ræða 80% stöðu.

 Helstu verkefni;

 • Verkefnastjórn

 • Ráðgjöf við notendur í starfsendurhæfingu

 • Greiningar- og meðferðarvinna

 • Kennsla

 • Hópastarf

 • Samstarf við samstarfsaðila og tengslastofnanir

 • Þróunarvinna

Menntun og hæfniskröfur;

 • Háskólamenntun á sviði félags- og/eða heilbrigðisvísinda

 • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt

 • Reynsla af teymisvinnu

 • Góðir samstarfshæfileikar

 • Leiðtogahæfileikar og jákvætt viðmót

 • Reynsla af ráðgjöf í starfsendurhæfingu æskileg

 
Umsóknarfrestur er til og með 24. júní 2018. 
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. ágúst. 

Umsókn berist til Starfsendurhæfingar Norðurlands Glerárgötu 36, 600 Akureyri eða á netfang; geirlaug@stn.is

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug G. Björnsdóttir framkvæmdastjóri í síma 420-1020 / 695-5899.
Hægt er að kynna sér starfsemina á heimasíðunni, http://www.stn.is