Fréttir

Ársfundur Starfsendurhæfingar Norðurlands vegna starfsársins 2020 var haldinn 25. mars

Þó að árið 2020 hafi óneitanlega haft í för með sér ýmsar áskoranir tókst bæði starfsemi og rekstur Starfsendurhæfingar Norðurlands (SN) vel, eins og reyndar ársfundurinn sem var haldinn að hluta í gegnum fjarfundarbúnað vegna hertra sóttvarnaraðgerða.

Hertar sóttvarnaraðgerðir: Hópastarfsemi hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands fellur niður til 15. apríl

Ákvörðun heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir byggist á tillögum sóttvarnalæknis til að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar og mun Starfsendurhæfingu Norðurlands (SN) auðvitað leggja sitt af mörkum í þeim málum.