Gæfusporið

Gæfusporið er þverfaglegt endurhæfingarúrræði fyrir konur þar sem unnið er í teymisvinnu með andlega og líkamlega heilsu.

Markhópur Gæfusporsins eru þolendur kynferðisofbeldis í æsku.

Í Gæfusporinu fer fram fjölþætt ráðgjöf, stuðningur, aðhald og hvatning og unnið er með þætti eins og markmiðssetningu, sjálfstyrkingu, heilsuráðgjöf og margt fleira.

Fagaðilar Starfsendurhæfingar Norðurlands koma að Gæfusporinu auk ýmissa annarra verktaka.

systur