Um okkur

Hlutverk Starfsendurhæfingar Norðurlands er að veita einstaklingum starfsendurhæfingu sem hafa verið utan atvinnuþátttöku í einhvern tíma, t.d. vegna veikinda, slysa eða félagslegra aðstæðna og eru að vinna að endurkomu út á vinnumarkaðinn.

Markmiðið er að veita þátttakendum ráðgjöf og stuðning á heildstæðan og markvissan hátt, svo endurhæfingaferlið megi verða sem árangursríkast. 

Áhersla er lögð á þá þætti sem hver þátttakandi metur í samráði við ráðgjafa SN að hann þurfi að vinna með og styrkja til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Hugmyndin er sú að þátttakandinn komi með virkum hætti að sinni endurhæfingu strax í byrjun og beri þar með frá upphafi ábyrgð á sinni endurhæfingu. Hlutverk SN er að leiðbeina og útvega þá þjónustu sem til þarf.

SN býður upp á mismunandi endurhæfingarleiðir, ýmist langtíma endurhæfingu eða styttri leiðir og er það metið í samstarfi við tilvísunaraðila hverju sinni, hvaða leið hentar hverjum einstakling. Endurhæfingin miðar að því að einstaklingurinn fari í vinnu eða áframhaldandi nám að endurhæfingu lokinni. 

Þátttakendur starfsendurhæfingarinnar koma með tilvísun frá Virk starfsendurhæfingarsjóði eða Vinnumálastofnun. 


Starfsmenn STN - Hópmynd