Atvinnuhópur

Atvinnuhópur er endurhæfingarúrræði þar sem áhersla er lögð á að styrkja notendur í leið þeirra að þátttöku í atvinnulífinu. Þátttakendur fá mikinn stuðning og fjölþætta ráðgjöf.

Fyrirlestrar eru með fjölbreyttu efnisvali, t.d. um réttindi og skyldur á vinnumarkaði ásamt margskonar fræðslu um heilsutengda þætti.

Þátttakendur eru aðstoðaðir við að setja sér markmið, gerð færnimappa og ferilskrár, ásamt æfingum í atvinnuviðtölum, framkomu og tjáningu osfrv. Farið er í fyrirtækjaheimsóknir og starfskynningar sem henta áhugasviði hvers og eins. Lögð er mikil áhersla á atvinnuleit á seinni hluta tímabilsins.

Markhópur atvinnuhóps eru einstaklingar sem hafa einhverrra hluta vegna fallið út af vinnumarkaði og eru að leita leiða til að hefja aftur vinnu.

vinna