SUB-SCRIPT

SUB-SCRIPT er framhaldsverkefni social-return og er samstarfsverkefni Íslands, Belgíu, Hollands, Slóveníu, Búlgaríu og Litháen. Markmið verkefnisins er að setja upp leitarvef fyrir þá sem búa við skerta færni á einn eða annan hátt og vilja styrkja sig og auka færni sína. Vefurinn er hugsaður fyrir þátttakendur í starfsendurhæfingu en hentar einnig öðrum í svipaðri stöðu.

Vefurinn mun innihalda upplýsingar um námskeið sem eru aðgengileg á netinu og/eða hjá menntastofnunum. Þessi leitarvefur er einnig ætlaður þeim sem þjónusta umræddan markhóp.

Vefurinn mun einnig innihalda gagnagrunn fyrir einstaklinginn sem geymi þar sinn upplýsingagrunn og færir sjálfur inn upplýsingar um sig og sögu sína. Þessi gagnagrunnur er lokaður öðrum en notandanum sjálfum og stjórnar hann alfarið aðgangi og skráningu upplýsingu í hann.

 

Verkefnið byrjaði í október 2010 og lýkur í október 2012. Tveir fundir hafa verið haldnir sá fyrri í Belgíu í Leven í október 2010 og sá síðari í lok apríl á Íslandi. Ólafur Jakobsson er starfsmaður í verkefninu og Geirlaug G. Björnsdóttir er ábyrgðaraðili þess fyrir hönd SN.


Vefur verkefnis er www.sub-script.eu en hann hefur ekki verið opnaður fyrir notendur og er aðeins opinn fyrir þá sem vinna að þróun hans.