Endurhæfingin

Hlutverk Starfsendurhæfingar Norðurlands er að veita einstaklingum starfsendurhæfingu sem hafa verið utan atvinnuþátttöku í einhvern tíma, til að mynda vegna veikinda, slysa eða félagslegra aðstæðna og eru að vinna að endurkomu út á vinnumarkaðinn.

Þátttakendum er veitt ráðgjöf og stuðningur á heildrænan og markvissan hátt, með það að markmiði að endurhæfingin verði sem árangursríkust. 

Áhersla er lögð á þá þætti sem hver þátttakandi metur í samráði við ráðgjafa SN. Hugmyndin er sú að þátttakandinn komi með virkum hætti að sinni endurhæfingu strax í byrjun og beri þar með frá upphafi ábyrgð á sinni endurhæfingu. SN leiðbeinir og útvegar þá þjónustu sem til þarf.

Starfsendurhæfing Norðurlands býður upp á mismunandi endurhæfingarleiðir, ýmist langtíma endurhæfingu eða styttri leiðir.  Meðal annars er boðið upp á fjármálaráðgjöf, fjölskylduráðgjöf, fjölskyldumeðferð, félagsráðgjöf, sálfræðimeðferð, hópefli/sjálfsstyrkingu, líkamsþjálfun, iðjuþjálfun, heilsuráðgjöf, markþjálfun, fræðslu, fyrirlestra og einstaklings ráðgjöf.

Endurhæfingin miðar að því að einstaklingurinn fari í vinnu eða áframhaldandi nám að lokinni þátttöku.