Hugmyndafræðin

Hugmyndafræði Starfsendurhæfingar Norðurlands gengur út frá því að hver þátttakandi
komi með virkum hætti að eigin endurhæfingu strax í upphafi.

Unnið er með valdeflingu og lausnamiðaða nálgun. Aðferðir valdeflingar snúast um að efla vald fólks yfir aðstæðum sínum og lífi, öllu því sem eflir sjálfsmynd, sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfsvirðingu og lífsgæði. Lausnamiðuð nálgun miðar út frá því að hjálpa fólki að koma auga á lausnir sem virka fyrir hvern og einn.  

SN veitir notendum þjónustunnar heildræna ráðgjöf og stuðning. pusl

Meðal annars er boðið uppá:

 • Fjármálaráðgjöf
 • Sálfræðimeðferð
 • Hópefli og sjálfsstyrkingu
 • Fræðslu og fyrirlestra
 • Líkamsþjálfun
 • Iðjuþjálfun
 • Fjölskylduráðgjöf og meðferð
 • Heilsuráðgjöf
 • Markþjálfun
 • Félagsráðgjöf
 • Einstaklingsviðtöl við ráðgjafa

Endurhæfingin miðar að því að einstaklingurinn fari í vinnu eða nám að endurhæfingu lokinni.