Matshópur

Notendur þjónustu SN byrja þátttöku sína í matshópi. Markmiðið er að vekja trú einstaklingsins á eigin getu og megináhersla er lögð á sjálfstyrkingu.

Boðið er upp á margvíslega fræðslu sem miðar að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Unnið er á heildrænan hátt og farið í þá þætti sem talið er helst að þurfi að styrkja.

Meðal annars er boðið uppá einstaklingsbundna ráðgjöf s.s fjölskylduráðgjöf, heilsuráðgjöf, líkamsþjálfun, félagsráðgjöf, viðtöl við sálfræðing og fjármálaráðgjöf.

Að undirbúningstíma loknum skiptist hópurinn upp í þá sérhæfðu leið sem hentar hverjum og einum þátttakanda.

nytt upphaf