BYR starfsendurhæfing hóf þátttöku í Evrópuverkefni Leonardo árið 2004, Social Return, sem var verkefni til þriggja ára. Samstarfslönd voru Ítalía, Holland, Litháen og Slóvenía. Starfsendurhæfing Norðurlands tók við verkefninu árið 2007. Í þessum löndum voru settar upp samskonar starfsstöðvar og Starfsendurhæfing Norðurlands er með á Húsavík og Akureyri. Lauk þessu verkefni með ráðstefnu sem haldin var í september 2007 á Hótel Loftleiðum. Þar kynntu fulltrúar þátttökulandanna afrakstur vinnu síðustu þriggja ára. Soffía Gísladóttir hefur séð um og stýrt verkefninu. SN sótti síðan um yfirfærsluverkefni frá Evrópubandalaginu til þess að halda áfram og setja upp fleiri starfsstöðvar og fékk SN þann styrk. Verið er að setja upp samskonar starfsstöðvar í Hafnarfirði, Lettlandi og Finnlandi.
Verkefnið Social return hefur hlotið þrenn verðlaun á síðasta starfsári. Í desember 2008 fékk verkefnið gæðaverðlaun frá Landsskrifstofu Menntaáætlunar Evrópusambandsins á Íslandi sem fyrirmyndarverkefni. Verkefnið hafði áður hlotið Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins í desember 2007. Í mars 2009 var það valið eitt af 25 fyrirmyndarverkefnum Evrópusambandsins í flokki nýsköpunarverkefna og var það valið úr 200 verkefnum. Verkefnið var kynnt á 500 manna ráðstefnu í Brussel í mars sl. með þátttöku yfir þrjátíu landa. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Creation and Innovation, Best practice from EU Programmes“. Enn á ný hefur hugmyndafræði Starfsendurhæfingar Norðurlands undir merkjum Social Return, verið verðlaunuð, nú af hálfu samvinnuverkefnis 13 landsskrifstofa um alla Evrópu, Keeping on Track. 100 verkefni voru metin í flokki þeirra sem eru að efla minnihlutahópa á vinnumarkaði. Social Return verkefnið fékk fyrstu verðlaun, en sex verkefni voru sérstaklega verðlaunuð.
Hér er hægt að skoða bækling um verkefnið á íslensku
Hér er handbók um verkefnið á ensku (Handbook on Social Inclusion: A Report on the Development and Implementation of a Multi-Disciplinary Approach to Rehabilitation and Integration in Education and Work of Disadvantaged (Disabled) People