Rannsóknir

Hjá SN fer fram mikil hugmynda- og þróunarvinna. Við leggjum okkur fram um að endurnýja þekkingu okkar reglulega og fylgjast vel með þróunarstarfi sem fram fer víða um heim.

Hér er að finna ýmislegt efni sem tengist Starfsendurhæfingu Norðurlands beint og óbeint. Fræðilegar rannsóknir og úttektir, umfjöllun um hugmyndafræði, skýrslur ofl.

"Eins og að fara niður svarta brekku og koma svo upp græna hlíðina". Reynsla fólks af auknum þroska í kjölfar sálfrænna áfalla. Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur, MSc og Dr. Sigríður Halldórsdóttir. Fræðigrein sem birt var í Tímariti Hjúkrunarfræðinga, 2018

Mikilvægi styðjandi fagfólks við að ná vexti í kjölfar sálrænna áfalla. Fræðigrein sem birt var í Þjóðarspeglinum, 2016. Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir.

Eins og að fara niður svarta brekku og koma svo upp græna hlíðina. Reynsla fólks af eflingu í kjölfar sálrænna áfalla. Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur B.Sc., meistararitgerð 2016.

Lokaskýrsla Gæfuspora - 2011

Þróun þverfaglegra meðferðarúrræða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku - Lokaskýrsla um Gæfuspor, uppbyggingar og þróunarverkefni í starfsendurhæfingu - Sigrún Sigurðardóttir lektor við heilbrigðisvísindasviði HA, doktorsnemi við HÍ, Starfsendurhæfing Norðurlands, VIRK o.fl.

Fyrsti hluti doktorsrannsóknar Sigrúnar Sigurðardóttir lektors á Heilbrigðisvísindasviði HA og doktorsnema við HÍ, um heilsufar og líðan karla eftir kynferðis ofbeldi - Deep and almost unbearable suffering: consequences of childhood sexual abuse for men’s health and well-being

Kynferðisleg misnotkun og önnur sálræn áföll í æsku og áhrif þeirra á heilsufar og líðan kvenna- Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur B.Sc., meistararitgerð 2007.

Ritrýnd fræðigrein eftir Sigrúnu Sigurðardóttir M.Sc. og Sigríði Halldórsdóttir PhD- Tíminn læknar ekki öll sár og á ensku Repressed and silent suffering: consequences of childhood sexual abuse for women’s health and well-being

Aftur í vinnu eða nám: Sjónarhorn notenda starfsendurhæfingar - Magnfríður Sigurðardóttir og Sólveig Gísladóttir, Lokaverkefni til B.Sc. prófs í iðjuþjálfunarfræði. Birt 1. janúar 2007. [PDF]

Væntingar þátttakenda í starfsendurhæfingu - V. Helga Valgeirsdóttir, Lokaverkefni til MA gráðu í félagsráðgjöf Félagsvísindasvið. Birt í desember 2010 [PDF]

Félagsleg einangrun og lífsgæði: Starfsendurhæfing Norðurlands - Þóra Ingimundardóttir, Lokaverkefni til MA gráðu í félagsráðgjöf Félagsvísindasvið. Birt í desember 2010 [PDF]

Áhrif starfsendurhæfingar á fátækt, félagslega einangrun og virkni. Rannsókn meðal þátttakenda í Starfsendurhæfingu Norðurlands - Halldór S. Guðmundsson o.fl. Útgefandi: Höfundar og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, Háskóla Íslands. Birt í febrúar 2011 [PDF]

Atvinnuleg endurhæfing rofin: aðstæður og þátttaka notenda - Aldís Ösp Guðrúnardóttir og Iris Rún Andersen, Lokaverkefni til B.Sc. prófs í iðjuþjálfunarfræði. Birt í júní 2010. [PDF]

Með byr undir báða vængi. Upplifun kvenna sem lokið hafa starfsendurhæfingu. - Anna Harðardóttir, Lokaverkefni til MA gráðu í Náms- og starfsráðgjöf. Birt í ágúst 2011. [PDF]