Hertar sóttvarnaraðgerðir: Hópastarfsemi hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands fellur niður til 15. apríl

Hertar sóttvarnaraðgerðir
Hertar sóttvarnaraðgerðir

Ákvörðun heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir byggist á tillögum sóttvarnalæknis til að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar og mun Starfsendurhæfingu Norðurlands (SN) auðvitað leggja sitt af mörkum í þeim málum.

Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir verða í gildi á landsvísu á umræddu tímabili. Sú starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun hjá SN hefur því verið sett í bið, þ.m.t. heilsu- og atvinnuhópur.

Við hlökkum hinsvegar til að hitta áfram okkar notendur í einkaviðtölum og fylgjum þá auðvitað sóttvarnarviðmiðum, en stærri hópastarfsemi fellur sem sagt niður til 15. apríl, eins og áður segir.