Þakkir til Soffíu Gísladóttur og Sæunnar Jóhannsdóttur

Jakobína E. Káradóttir, forstjóri SN, ásamt Soffíu og Sæunni.
Jakobína E. Káradóttir, forstjóri SN, ásamt Soffíu og Sæunni.

Á ársfundi Starfsendurhæfingar Norðurlands (SN) þann 31. mars voru Soffíu Gísladóttur og Sæunni Jóhannsdóttur færð blóm og gjafir, fyrir hönd SN. Soffía steig til hliðar sem formaður stjórnar og Sæunn lauk störfum sem móttökuritari SN. Var þeim báðum þakkað fyrir vel unnin störf og óskað farsældar á nýjum vettvangi.