Starfsendurhæfing Norðurlands býður velkomna Jakobínu Elvu Káradóttur, sem nýjan framkvæmdarstjóra.
Jakobína starfaði áður sem forstöðumaður Plastiðjunnar Bjargs Iðjulundar. Hún er menntaður félagsráðgjafi með BA próf í lögfræði ásamt námi í sálgæslu á meistarastigi og hefur að auki víðtæka reynslu á sviði félagsmála og starfsendurhæfingar.
Jakobína segir það mikla áskorun að starfa á þessu sviði. Hún tekur við framkvæmdarstjórastarfinu af auðmýkt og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem starfinu fylgja. Jakobína hóf störf í dag, þann 1. október.
Mynd:
Jakobína tekur við lyklavöldum hjá Soffíu Gísladóttur, formanni stjórnar SN.