Ársfundundur Starfsendurhæfingar Norðurlands vegna starfsársins 2021

Framkvæmdastjóri SN, ásamt stjórn og varamanni. (Frá vinstri: Jakobína E. Káradóttir, Guðrún Sigurða…
Framkvæmdastjóri SN, ásamt stjórn og varamanni. (Frá vinstri: Jakobína E. Káradóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Ellen J. Sæmundsdóttir, Valgeir Magnússon, Valtýr Aron Þorrason, Jóna Finndís Jónsdóttir & Bernard H. Gerritsma.)

Starfsemi og rekstur Starfsendurhæfingar Norðurlands (SN) gekk vel á árinu 2021, þrátt fyrir þær áskoranir sem tengdust heimsfaraldrinum. Fjöldi einstaklinga í þjónustu hjá SN árið 2021 voru 196 og bárust flestar tilvísanir frá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, en einnig frá Vinnumálastofnun.

Flestir í notendahópi SN glíma við fjölþættan vanda og þurfa þar af leiðandi á langtíma endurhæfingu að halda. Þetta kallar á aukna einstaklingsmiðaða- og fjölþætta nálgun. Einnig kallar þetta á samfellda þjónustu í lengri tíma með aðkomu margra fagstétta og samvinnu á milli kerfa. Sem fyrr er mikilvægt að horfa heildrænt á veitingu þjónustunnar og mæta notandanum þar sem hann er staddur.

Starfsendurhæfing Norðurlands hefur á að skipa fjölbreytt teymi sem hefur víðtæka reynslu á sviði starfsendurhæfingar og er lykilinn að góðri vinnu og árangri SN í gegnum tíðina. Starfsmenn leggja sig fram við að mæta þörfum hvers einstaklings og finna þá leið sem hentar honum best.

Á árinu 2021 stunduðu þátttakendur SN hópefli og sjálfsstyrkingu, líkamsþjálfun og heilsueflingu svo eitthvað sé nefnt. Einnig nýttu margir sér sálfræðiviðtöl, félagsráðgjöf, heilsuráðgjöf, iðjuþjálfun, áhugahvetjandi samtöl, fjármálaráðgjöf, markþjálfun og fleira hjá sérfræðingum SN. Þátttakendur fengu að auki reglulega stuðningsviðtöl hjá ráðgjöfum SN en þeir fylgjast með framvindu endurhæfingarinnar.

Tveir nýir starfsmenn komu til liðs við félagið á árinu, í stað tveggja starfsmanna sem réru á ný mið undir lok árs 2020.

Ársskýrsla 2021